Mannskæðar árásir í Bagdad

Átta létust og fjórtán særðust í árásum í  verslunarhverfi í Bagdad í dag. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneyti Íraks voru árásirnar gerðar á sama tíma á þremur stöðum í hverfi sjíta í borginni.

Sjö létust í þeim en á sama tíma lést einn verslunareigandi er vopnaður ræningi rændi skartgripaverslun hans. Alls rændi byssumaðurinn þrjár skartgripaverslanir í hverfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert