Hagsmunasamtök danskra útgerðarmanna og sjómanna, Danmarks Fiskeriforening, óttast að endanlega sé verið að drekkja dönsku sjávarútvegi í reglugerðarfargani Evrópusambandsins.
Svein-Erik Andersen, formaður samtakanna, segir í fréttatilkynningu sem samtökin sendu frá sér í dag að framkvæmdastjórn ESB, undir forystu Svía, ætli að leiða yfir Dani óframkvæmanlega löggjöf. Landsamaband íslenskra útvegsmanna greinir frá þessu í dag.
Danir eru með virkasta fiskveiðieftirlit allra landa innan ESB að sögn Andersen, þar sem eftirlit annarra landa standist engan samjöfnuð. Á þessu hyggist Evrópusambandið nú ráða bót með því að koma á nýjum reglugerðum um fiskveiðieftirlit þar sem eitt skuli yfir alla ganga. Nýja löggjöfin verður til umræðu á fundi sjávarútvegsráðherra ESB í Lúxemborg í næstu viku og fyrir jól mun taka gildi ný reglugerð sem gildir um veiðar í Norðursjó, Skagerrak og Kattegat.
Verði umræddar reglugerðir að veruleika bendir Danmarks Fiskeriforening á nokkrar afleiðingar þeirra í fréttatilkynningu sinni:
Fréttatilkynning Danmarks Fiskeriforening