Sarkozy veldur fjaðrafoki

00:00
00:00

Nicolas Sar­kozy Frakk­lands­for­seti er sakaður um að hygla ætt­ingj­um sín­um með því að koma þeim í áhrifa­stöður, en 23 ára gam­all son­ur hans hef­ur verið kos­inn til að stýra op­in­berri stofn­un í Frakklandi.

Stofn­un­in, sem kall­ast l'EPAD, stjórn­ar auðug­asta viðskipta­hverfi lands­ins. Jean Sar­kozy er laga­nemi á öðru ári í há­skóla. Stjórn­ar­and­stæðing­ar hafa gagn­rýnt reynslu­leysi hans og spyrja hvernig á þessu standi. 

Þeir sem búa og starfa í La Defen­se, sem er í út­hverf­inu Hauts de Seine í Par­ís, eru einnig óánægðir með þróun mála.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert