Barn féll fyrir skothríð danskra hermanna

Börn að fylgjast með hermönnum í Helmand héraði í gær
Börn að fylgjast með hermönnum í Helmand héraði í gær Reuters

Dansk­ir her­menn urðu barni að bana og særðu tvo óbreytta borg­ara í Helmand héraði í Af­gan­ist­an á mánu­dag. Voru her­menn­irn­ir að berj­ast við skæru­liða úr hópi Talib­ana, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá danska hern­um.

Þar kem­ur fram að ekki hafi verið nein vegs­um­merki um óbreytta borg­ara þegar bar­dag­inn braust út á milli dönsku her­deild­ar­inn­ar og Taliban­anna í ná­grenni bæj­ar­ins Geres­hk. Um klukku­stund eft­ir að bar­dag­an­um lauk komu þorps­bú­ar að bækistöð dönsku her­mann­anna. Meðal þeirra var faðir ásamt tveim­ur dætr­um sín­um, Öll voru þau særð og var yngri dótt­ir­in úr­sk­urðuð lát­in í her­stöðinni. Hin tvö voru flutt með þyrlu á sjúkra­hús og eru ekki leng­ur í lífs­hættu.

Í til­kynn­ingu kem­ur fram að rann­sókn hafi leitt í ljós að þau höfðu öll verið skot­in af dönsku her­mönn­un­um.  

Erik Somm­er, yf­ir­maður í danska hern­um, sagði í sam­tali við TV2 að her­deild­in hafi öll verið miður sín vegna þessa og hún muni gera allt sem í henn­ar valdi stend­ur til þess að styðja fjöl­skyld­una.  

Yfir 700 dansk­ir her­menn eru í fjölþjóðaliði Atlants­hafs­banda­lags­ins í Af­gan­ist­an. Alls hafa 25 dansk­ir her­menn týnt lífi í land­inu frá því að dansk­ir her­menn komu þangað í lok árs 2001. Hlut­falls­lega hafa flest­ir dansk­ir her­menn fallið í Af­gan­ist­an í fjölþjóðaliði NATO í Af­gan­ist­an.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka