Deilt um hvílustað móðir Teresu

Móðir Teresa ætti að hvíla við hlið systur sinnar og móður. Þetta er mat albanskra stjórnvalda sem hafa farið fram á það við indversk stjórnvöld að þau hlutist til um það að lík móðir Teresu verði grafið upp og því skilað til Albaníu. Þetta kemur fram á vef danska dagblaðsins Politiken.

Að mati Sali Berisha, forsætisráðherra Albaníu, ætti lík hinnar kaþólsku nunnu að skila sér til fæðingarlands hennar áður en hefði orðið 100 ára árið 2010 þannig að hún geti hvílt við hlið móður sinnar og systur. „Hún saknaði þeirra óumræðilega alla tíð. Ósk mín byggist því á mannúð,“ er haft eftir Berisha á CNN. 

„Hún tjáði mér að hún bæði fyrir þeim og heimalandi sínu á hverjum einasta degi. Sökum þessa finnst mér að stjórnvöld beggja landa eigi að ræða málið og komast að sameiginlegri lausn,“ segir Berisha. 

Móðir Teresa var fædd og uppalin í Makedóníu, en lýsti sjálfri sér svo: „Í blóði mínu er ég albönsk, en ég hef indverskan ríkisborgararétt. Ég er kaþólsk nunna og samkvæmt köllun minni tilheyri ég öllum heiminum.“

Dýrlingurinn fæddist árið 1910 og gáfu foreldrar hennar sem voru albönsk henni nafnið Agnes Gonxha Bojaxhiu. Hún fór að heiman aðeins 18 ára gömul og kom til Indlands árið 1931 þar sem hún bjó til dauðadags. Móðir Teresa fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1979. Hún lést árið 1997 þá 87 ára að aldri. 

Hún var grafin í Kalkútta á Indlandi. Að sögn Vishnu Prakash, hjá indverska utanríkisráðuneytinu, stendur ekki til að flytja móðir Tereseu þaðan enda hafi hún verið indverskur ríkisborgari.

Í sama streng tekur séra Babu Joseph, prestur kaþólskra á Indlandi. „Hún er orðinn svo stór hluti af sjálfmynd þjóðarinnar,“ segir Joseph. 

Móðir Teresa var einkum kunn fyrir störf sín í þágu …
Móðir Teresa var einkum kunn fyrir störf sín í þágu fátækra og sjúkra í Kalkútta-borg, þar sem hún bjó í hálfa öld. B MATHUR
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert