Skatturinn rannsakar breska þingmenn

Breska þinghúsið í Lundúnum.
Breska þinghúsið í Lundúnum. Reuters

Bresk skattyfirvöld eru að rannsaka hvort 27 breskir þingmenn hafi brotið skattalög í tengslum við kostnaðargreiðslur, sem þeir fengu frá breska þinginu.

Breska skatt- og tollstjóraembætið staðfesti frétt, sem birtist í breska blaðinu Daily Telegraph í dag um að verið sé að rannsaka hvort þingmennirnir hafi brotið skattalög í tengslum við kröfur um endurgreiðslu á kostnaði. 

Blaðið birti fyrr á þessu ári ýtarlegar fréttir um þær endurgreiðslur, sem breskir þingmenn hafa þegið á undanförnum árum. Þessar fréttir vöktu mikið uppnám í Bretlandi og urðu þær til þess að margir þingmenn ákváðu að bjóða sig ekki fram aftur í næstu kosningum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert