Skógareldar ógna áströlskum bæ

Íbúar bæjarins Mount Archer í Queenslandfylki í Ástralíu hafa lagt á flótta undan skógareldum sem logað hafa stjórnlaust og farið hratt yfir. Slökkviliðsmönnum mistókst að hefta útbreiðslu eldsins eftir að hafa barist við hann í nokkra daga.

Afar þurrt er á svæðinu og hvasst. Hafa stjórnvöld í Queensland hvatt íbúa á svæðinu til að forða sér eins hratt og þeir geta. Íbúarnir segja að þetta sé mesti skógareldur sem þeir hafa séð.  

Fyrr á þessu ári brunnu nokkur þorp í Viktoríufylki af völdum skógarelda.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert