Kennslubækur innkallaðar

Ísraelski fáninn.
Ísraelski fáninn.

Ísraelska menntamálaráðuneytið hefur afturkallað öll eintök kennslubókar í sögu vegna kafla þar sem haldið er fram að stundaðar hafi verið þjóðernishreinsanir í stríði Ísraela og Palestínumanna árið 1948. Í bókinni er raunar haldið á lofti söguskýringum beggja þjóða, en það kom illa við Ísraela. Bækurnar verða gefnar út að nýju eftir að „leiðréttingar“ hafa verið gerðar.

Palestínumenn hafa alla tíð haldið því fram að þeir hafi verið reknir burtu af landi sínu með ofbeldi af hálfu ísraelskra hersveita. Í kaflanum segir að flestir þeir brottfluttu hafi verið almennir borgarar. Ráðist hafi verið að þeim af ísraelskum hermönnum sem stóðu fyrir þjóðernishreinsunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert