Reyndu að svíkja 700.000 evrur út úr IKEA

Svikahrappar höfðu 700.000 evrur út úr IKEA-fyrirtækinu í Hollandi í síðustu viku. Ekki varð þeim kápan úr því klæðinu því þeir voru handteknir í gær.

Um er að ræða sjö einstaklinga, sex karla og eina konu. Einhverjir þeirra munu hafa áður setið í fangelsi í Belgíu og Hollandi fyrir fjársvik.

Svikahrapparnir fölsuðu bréfsefni eins af matvælabirgjum IKEA og tilkynntu þar um breytingar á bankareikningi fyrirtækisins. Bréfið var tekið gott og gilt og næsta greiðsla lögð inn á nýja - en hinn falska - reikninginn.

Svikin komu í ljós er viðkomandi banki áttaði sig á að ekki virtist allt með felldu og vakti athygli IKEA og fyrirtækisins á málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert