Hýddar fyrir að ganga í brjóstahaldara

Ástandið í Sómalíu telst varla boðlegt.
Ástandið í Sómalíu telst varla boðlegt. Reuters

Uppreisnarhópurinn Al -Shabaab heldur úti byssumönnum sem herja á sómalískar konur á götum Mogadishu og athuga hvort þær klæðist brjóstahöldurum. Meðlimir hópsins eru harðlínu múslímar sem telja það brjóta gegn lögum Íslam. Finni þeir konu í brjóstahaldara er hún hýdd opinberlega.

Breska dagblaðið Daily mail greinir frá og hefur eftir íbúa borgarinnar að miðað sé á konur byssum og þeim gert að hrista brjóstin. Auk þessa hefur uppreisnarhópurinn bannað kvikmyndir og knattspyrnu. Karlmenn sem ekki bera skegg eru einnig hýddir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka