Óvíst hvort Obama sendi fleiri hermenn til Afganistans

Barack Obama
Barack Obama JIM YOUNG

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur ekki enn ákveðið hvort hann hyggist senda fleiri hersveiti til Afganistan áður en önnur umferð forsetakosninganna þar í landi fer fram 7. nóvember nk.

„Sameinuðu Þjóðirnir, NATO og Bandaríkin eru boðin og búin að aðstoða Afgana í því að útfæra aðra umferð kosninganna,“ er haft eftir Robert Gibbs, talsmanni Hvíta hússins. Tók hann fram að ekki lægi fyrir hvort forsetinn myndi taka ákvörðun um fjölgun í herliði Bandaríkjahers í Afganistan áður en kosningarnar færu fram.

„Það eina sem ég get sagt er að ákvörðun þess efnis verður tekin á allra næstu vikum þegar forsetinn fer yfir stöðuna,“ segir Gibbs

Ribert Gibbs hrósaði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, karl Eikenberry, sendiherra Bandaríkjanna í Kabúl og öldungadeildarþingmanninum John Kerry sem séð hafa um að miðla málum í Afganistan á síðustu dögum og þakkaði þeim hlutdeild þeirra í því að binda enda á óvissuna í tengslum við forsetakosningarnar.

„Í mínum huga leikur enginn vafi á því að Kerry hefur haft afgerandi hlutverki að gegna í því að tryggja þá niðurstöðu sem náðst hefur í málinu,“ segir Gibbs og vísar þar til þess að stjórnvöld í Afganistan tilkynntu fyrr í dag að kosið yrði aftur milli Hamid Karzai og Abdullah Abdullah.

Obama hefur að undanförnu farið yfir hernaðaráætlun Bandaríkjahers í Afganistan í samvinnu við æðstu yfirmenn hersins. Meðal þess sem forsetinn þarf að taka afstöðu til er beiðni Stanley McChrystal, yfirmanns bandaríska herliðsins í Afganistan, um að fá a.m.k. 40 þúsund bandaríska hermenn til viðbótar til landsins.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka