Bretum fjölgar sem aldrei fyrr

Bretum fjölgar hratt og má gera ráð fyrir að þeir …
Bretum fjölgar hratt og má gera ráð fyrir að þeir verði 70 milljónir árið 2029 Reuters

Bretum fjölgar hratt um þessar mundir og samkvæmt áætlun Hagstofu Bretlands verða þeir orðnir ríflega sjötíu milljónir árið 2029. Hefur fólksfjölgunin ekki verið jafn hröð þar í landi í rúma öld en þetta þýðir að Bretum fjölgi um 10 milljónir á 24 árum. Helsta skýringin er fjöldi barnsfæðinga hjá innflytjendum, samkvæmt frétt á vef breska dagblaðsins Daily Telegraph.

Það tók Breta 57 ár, frá árinu 1948-2005, að fara úr 50 milljónum í sextíu milljónir. Þetta þýðir að Bretum muni fjölga um 425 þúsund á hverju ári næstu 24 árin.

Frétt Daily Telegraph í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka