Um 2.500 munaðarlaus flóttabörn hafa komið til Grikkland það sem af er ári. Að mati baráttuhópsins Praksis þurfa börnin sárlega á nauðsynlegri umönnun vernd að halda eigi þau ekki að verða fórnarlömb mansals.
Samtökin Praksis hafa það að markmiði að vernda flóttafólk sem leitar til landsins. Forsvarsmenn samtakanna gagnrýna grísk stjórnvöld fyrir að sinna ekki þeim flóttamannabörnum sem til landsins koma almennilega. Þannig væru þessi börn í mikilli hættu á að verða mannræningjum að bráð eða verða fórnarlömb mansals.
„Það eru mjög fáar miðstöðvar sem sinna ólögráða einstaklingum. Þannig að það er engin leið fyrir þessi börn að fá nægilega vernd,“ segir Tzanetos Antypas, formaður Praksis.
„Ólögráða einstaklingar, sérstaklega ungir drengir, verða fórnarlömb mansals í miðborg Aþenu,“ bætti hann við.
Nokkur samtök, þeirra á meðal nefnd um flóttamál á vegum Sameinuðu þjóðanna, hafa gagnrýnt grísk stjórnvöld fyrir sinnuleysi sitt gagnvart börnum og ungmennum sem skolar á land í Grikklandi, þar sem þau telja vernda þyrfti börnin sérstaklega.
Yfirmaður sambands mannréttindasamtaka í Grikklandi segist binda miklar vonir við að ný ríkisstjórn, sem kosin var 4. október sl., taki á þessu vandamáli.