Skólum lokað í Pakistan

Starfsemi skóla liggur víðast niðri í Pakistan en í gær létust fjórir og átján særðust í sjálfsvígsárásum sem gerðar voru á háskóla í höfuðborginni, Islamabad. Talibanar hafa lýst yfir ábyrgð á tilræðunum í gær og hóta því að ekkert lát verði á ofbeldinu ef pakistanski herinn hættir ekki aðgerðum gegn Talibönum í Suður-Waziristan.

Mikill ótti ríkir meðal almennra borgara í Pakistan en fjöldi fólks hefur látið lífið undanfarna daga í ofbeldisöldunni sem ríkir í landinu.

Hefur innanríkisráðherra Pakistan, Rehman Malik, lýst því yfir að Pakistan væri á barmi borgarastyrjaldar. Hafa stjórnvöld fyrirskipað að öllum skólum í landinu verði lokað,grunnskólum, menntaskólum og háskólum, til þess að koma í veg fyrir að þeir verði skotmörk sjálfsvígsárása.

Einherjir nemendur sem BBC ræddi við segjast vera of hræddir til þess að fara í skólann enda vilji enginn verða skotmark hryðjuverkamanna.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert