Flugmennirnir gleymdu sér

Northwest Airlines og Delta runnu saman í fyrra.
Northwest Airlines og Delta runnu saman í fyrra.

Rann­sókn er haf­in á því hvers vegna  farþegaþota banda­ríska flug­fé­lags­ins Nort­hwest Air­lines á leið frá San Diego til Minn­ea­pol­is flaug 240 km fram­hjá áfangastaðnum. 

Sam­bands­laust var við þot­una í klukku­stund þar sem hún var á ferð í 37.000 feta flug­hæð. Flug­menn­irn­ir gáfu rann­sak­end­um at­viks­ins þá skýr­ingu, að þeir hefðu átt í rifr­ildi um starf og stefnu flug­fé­lags­ins og „af­vega­villst“ við það.

Meðal ann­ars hafa farið fregn­ir af því að flug­menn­irn­ir hafi sofnað und­ir stýri en tals­menn banda­ríska sam­göngu­ör­ygg­is­stofn­un­ar­inn­ar (NTSB) segja það ágisk­an­ir. 

Um síðir náðist sam­band við flug­menn­ina en þá hafði hún flogið yfir Minn­ea­pol­is-St Paul  og haldið áfram í 16 mín­út­ur til viðbót­ar. 

Um borð í þot­unni voru 147 farþegar en flug­vél­in lenti um síðar í  Minn­ea­pol­is eins og ekk­ert hefði í skorist. Við lend­ingu var hald lagt á ferð- og flug­rita flug­vél­ar­inn­ar til rann­sókn­ar. 

Er flug­vél­in hélt ferðinni áfram fram­hjá flug­vell­in­um sendi banda­ríska flug­mála­stjórn­in tvær orr­ustuþotur á loft þar sem ótt­ast var að þot­unni hafi verið rænt eða við ann­an vanda væri að glíma og þess vegna svöruðu  flug­menn­irn­ir ekki í tal­stöðinni.

Flug­menn­irn­ir hafa verið leyst­ir und­an starfs­skyld­um sín­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert