Barack Obama íhugar nú fjölgun herliðs í Afganistan en varnarmálaráðherrar NATO lýstu í dag yfir stuðningi við hugmyndir um víðtækari hernaðaráætlun gegn uppreisnarmönnum í landinu sem hefur verið útskýrð af Stanley McCrystal yfirmann hermála í Afganistan.
Eftir umfangsmikla endurskoðun á stríði bandaríska hersins í Afganistan þykir líklegt að forsetinn kynni hernaðaráætlun sína á komandi vikum. Þá hefur Richard Holbrooke, sérlegur sendimaður Bandaríkjanna í Afganistan og Pakistan sagst reiðubúinn til að vinna með afganska forsetanum Hamid Karzai verði hann endurkjörinn í næsta mánuði.