Tékkar styðja eldflaugavarnir Bandaríkjanna

Joe Biden og Jan Fischer í Prag í dag.
Joe Biden og Jan Fischer í Prag í dag. Reuters

Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir að Tékkar séu reiðubúnir að taka þátt í og styðja nýtt eldflaugavarnarkerfi í Evrópu. Pólverjar og Rúmenar, sem eru bandamenn Bandaríkjanna í NATO, hafa einnig lýst yfir stuðningi.

Á sameiginlegum blaðamannafundi Bidens og Jan Fischer, forsætisráðherra Tékklands, sagði Biden að þátttaka og aðild Tékka að eldflaugavarnaráætluninni hefði verið rædd.

„Ég kann að meta yfirlýsingar forsætisráðherrans um að Tékkland sé reiðubúið að vera hluti af þessa nýju áætlun, og sé tilbúið ræða skilyrðin sem fylgi þessu,“ sagði varaforsetinn.

Biden lagði á það áherslu að SM-3 eldflaugavarnarkerfið muni þjóna Evrópu og Tékklandi með  betri hætti en eldflaugavarnarskjöldurinn George W. Bush, fyrrum Bandaríkjaforseta. Skjöldurinn hefur nú verið lagður til hliðar.

Biden sagði jafnframt að hátt settir embættismenn muni hittast í Prag í nóvember til að fara nánar yfir hlutverk Tékka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert