Afgönum sagt að hunsa kosningar

Reuters

Talibanar hafa sagt íbúum Afganistans að hunsa fyrirhugaðar kosningar en nauðsynlegt reyndist að kjósa aftur þar sem spilling markaði fyrir kosningarnar í haust.

Yfirmenn vestræna heraflans í landinu segjast geta tryggt friðinn á kosningadaginn 7. nóvember en talið er að aðvörun Talibana muni hafa þau áhrif að enn færri kjósi en síðast en þá var þáttaka minni en 40 prósent.

Tveir frambjóðendur verða í kosningunum, fyrrum forsætisráðherrann Abdullah Abdullah og forseti landsins, Hamid Karzai, sem tók við völdum árið 2001 eftir að Talibönum var steypt af stóli af vestrænum herjum, leiddum af Bandaríkjunum.

Nú, átta árum síðar, halda vígamenn áfram baráttu sinni í landinu og hefur hún orðið æ ofbeldisfyllri, sérstaklega í suðurhluta landsins í héruðum eins og Kandahar þar sem kosningaþáttaka var undir tíu prósent.

Um tvö hundruð atvik tengd ofbeldi áttu sér stað á kosningadaginn síðast.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert