Heimabær Talibanaleiðtoga á valdi hersins

Stjórnarher Pakistans hefur heimabæ Talibanaleiðtogans Hakimullah Mehsud á valdi sínu eftir mikil átök. Er þetta önnur vikan í röð sem herinn heldur áfram sókn sinni gegn öfgasinnuðum Íslamistum.

Heimildarmenn innan hersins sögðu að bærinn, Kotkai, hefur verið tekinn yfir þremur dögum efitr að loftárásir á hann hófust. Þykir þetta undirstrika hinar miklu áskoranir sem blasa við hernum í viðleitni sinni til þess að berjast gegn Talibönum á heimasvæði sínu í ættbálkahéröðum norðvesturhluta Pakistans.

Þrátt fyrir að herinn sæki nú inn á heimasvæði Talibana halda þeir áfram árásum sínum á landsvísu. Í gær, föstudag, var til að mynda ein gerð á bækistöð flughersins. Þar létu sex borgarar lífið og tveir starfsmenn hersins. Sagði forsætisráðherrann, Yousuf Raza Gilani, að ókyrrðin næði til samfélagsins alls. Hafa yfir tvö hundruð látist í árásunum bara nú í október. Hefur Rauði krossinn lýst yfir miklum áhyggjum vegna vaxandi mannfalls meðal óbreyttra borgara.

Þrátt fyrir að ógerlegt sé að staðfesta tölur segir herinn að meira en 140 vígamenn hafi fallið og 20 hermenn í sókninni sem varað hefur í viku. Um 30.000 hermenn taka þátt í sókninni en talið er að vígamenn Talibana séu um 10-12 þúsund talsins.

Ekki er vitað um mannfall í Kotkai.  Ekkert er vitað um hvar Mehsud heldur sig. Taka bæsins er talin vera merkur áfangi fyrir herinn.

Herinn hafði lofað því að yfirmenn Talibana yrðu sérstök skotmörk.

Ættbálkahéraðið í Norðvestur Pakistan er að nokkru leyti sjálfsætt og er heimasvæði fyrir hundruðir öfgamanna sem hafa flúið Afganistan eftir að Sameinuðu þjóðirnar héldu þar inn árið 2001.


Pakistanski herinn er nú í mikilli sókn gegn Talibönum.
Pakistanski herinn er nú í mikilli sókn gegn Talibönum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert