Lögreglan leitar vopna á skrifstofu Lýðræðishreyfingarinnar

Morgan Tsvangirai og Robert Mugabe við embættistökuna.
Morgan Tsvangirai og Robert Mugabe við embættistökuna. AP

Lögreglan í Zimbabve leitaði í húsi sem tilheyrir Lýðræðishreyfingunni, flokks Morgan Tsvangirai forsætisráðherra í gær. Sagðist lögreglan vera að leita að vopnum.

Tendai Biti, ritari flokksins, sagði meira en 50 lögreglumenn hafa tætt sig í gegnum hver einasta herbergi í húsinu í gærkvöldi.

Sagði hann líka að lögreglan hefði fjarlægt mikilvæg flokksgögn úr skrifstofu skipulagsstjóra flokksins.

Hreyfingin ásakar forsetann, Robert Mugabe, um að þrýsta á andstæðinga sína á stjórnmálavettvangi og fyrir að halda ekki í heiðri sáttmála sem gerður var milli flokkanna tveggja, Lýðræðishreyfingarinnar og flokks Mugabes.

Mugabe gefur hins vegar lítið fyrir ásakanirnar og segir að flokkur sinn muni ekki beygja sig undan þrýstingi.

Tsvangirai sagði við fréttamenn í Angóla á föstudag að deila hans við Mugabe væri tímabundin vandamál og myndi ekki leiða til þess að sáttmálinn myndi falla úr gildi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert