Skattalækkanir í Þýskalandi

Hið nýja ríkisstjórnarsamstarf í Þýskalandi, á milli kristilega demókrataflokksins (CDU), sem Angela Merkel kanslari leiðir, og Frjálsa  demókrata (FDP) grundvallast á skattalækkunum.

Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag. Tekjuskattar verða skornir niður um 24 milljarða evra frá og með 2011, samkvæmt stjórnarsáttmálanum sem kynntur var. Sú upphæð jafngildir ríflega 4.400 milljörðum íslenskra króna. Angela Merkel sagði á fundinum að nú yrði að gera umbætur á skattbyrðunum sem lagðar eru á fólk og fyrirtæki í landinu og gerði erfðaskatta sérstaklega að umtalsefni líka. Greint er frá þessu á fréttavef BBC.

Stjórnarmyndunarviðræður hafa nú staðið yfir í þrjár vikur, en frjálsir demókratar unnu stærsta kosningasigur í sögu flokks síns í kosningunum í september. Skattalækkanirnar ganga skemmra en þeir 35 milljarðar evra sem FDP vildi skera niður, en ganga lengra en þær skattalækkanir sem Merkel hefur hingað til viljað fara í.

Guido Westerwelle og Angela Merkel á blaðamannafundi í Berlín í …
Guido Westerwelle og Angela Merkel á blaðamannafundi í Berlín í dag. FABRIZIO BENSCH
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert