Von á óvenju góðu ítölsku víni í ár

Ítalskir vínframleiðendur geta glaðst yfir gæðum framleiðslunnar í ár
Ítalskir vínframleiðendur geta glaðst yfir gæðum framleiðslunnar í ár Reuters

Ítölsku vínþrúg­urn­ar eru óvenju góðar í ár og er fast­lega gert ráð fyr­ir því að ár­gang­ur­inn 2009 verði góður en um leið verði fram­leiðslan lít­il. Skýrist það af mikl­um hit­um í sum­ar og miklu regni síðari hluta sum­ars.

Alls er talið að fram­leiðslan verði 44,5 hektó­lítr­ar, 4% minni held­ur en spáð hafði verið. Í fyrra var fram­leiðslan 46,3 millj­ón­ir hektó­lítra.

Giu­seppe Martelli, for­seti sam­taka ít­alskra vín­fram­leiðenda, seg­ir að gæði víns­ins séu ein­stak­lega mik­il í ár og þá sér­stak­lega í norður- og miðhluta lands­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert