Ár hvert fara þúsundir Afríkubúa til Bandaríkjanna til náms. Nú sýna kannanir að þeir eru tvisvar sinnum líklegri til þess að útskrifast en meðal bandarískur námsmaður.
Hin nítján ára Sara Tsegave er ágætt dæmi. Hún er við nám i UCLA í Los Angeles en háskólinn er í fremstu röð. Foreldrar hennar flýðu Eþíópíu á níunda áratugnum, fyrst til Súdan og svo til San Jose í Kaliforníu en þar ólst Sara upp. Hún segist alltaf hafa verið harðákveðin í því að ná langt.
Tölur frá Hagstofu Bandaríkjanna sýna að borið saman við meðalnemanda af bandarísku þjóðerni þá er tvisvar sinnum líklegra að Afríkubúi sem býr í Bandaríkjunum útskrifist úr skóla.