Al Fayed vill verða fyrsti forseti Skotlands

Mohamed Al Fayed
Mohamed Al Fayed Reuters

Mohamed Al Fayed, eigandi Harrods í Lundúnum, segir í viðtali við  Sunday Times blaðið í dag að hann vilji verða fyrsti forseti sjálfstæðs Skotlands. Al Fayen, sem er áttræður, er meðal annars þekktur fyrir að vera faðir Dodi Fayed, ástmanns Díönu prinsessu en þau létust bæði í bílslysi í París árið 1997.

Kaupsýslumaðurinn, sem á fasteignir í skosku Hálöndunum segir í viðtalinu að hann hvetji félaga sína í Skotlandi til þess að losa sig frá Englendingum og þeim skelfilegu stjórnmálamönnum sem þar ríkja.

Fayed, sem er frá Egyptalandi, hefur ekki tekið við bresku vegabréfi og vonast til þess að vera boðið að gerast skoskur ríkisborgari ef það verður samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu að Skotar yfirgefi breska heimsveldið og verði sjálfstætt ríki.

„Ungir Skotar hafa allt of lengi verið meðvitundarlausir," segir Fayed  í viðtalinu. Það sem vanti er að Skotar lýsi yfir sjálfstæði. „Þegar þið Skotar náið sjálfstæði ykkar á ný þá er ég til í að verða forseti ykkar."

Skoski þjóðarflokkurinn stefnir að því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í Skotlandi um hvort stefna eigi að sjálfstæði.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert