Þeim fjölgar stöðugt sem létust í tveimur sprengjutilræðum í höfuðborg Íraks, Bagdad, í morgun. Nú er talið að 147 séu látnir og yfir sex hundruð særðir. Fjöldi látinna er á reiki og samkvæmt BBC er talið að 132 hafi látist í árásunum. Eru árásirnar þær mannskæðustu í tvö ár.Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa fordæmt árásirnar í dag en sprengjurnar sprungu á nánast sömu stundu í morgun fyrir utan tvær opinberar byggingar skammt frá Græna svæðinu í miðborg Bagdad.
Meðal þeirra sem hafa fordæmt árásirnar er framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, Anders Fogh Rasmussen. Hann segir þær vítavert ofbeldi sem hafi kostað fjölda saklausra íbúa lífið.
Stjórnvöld ásaka hryðjuverkasamtökin al-Qaeda um að bera ábyrgð á sprengjutilræðunum og stuðningsmenn fyrrum leiðtoga landsins, Saddams Hussein og liðsmenn flokks hans Baathflokkinn sem er bannaður í Írak.
Lýsingar fréttamanna af tilræðisstöðunum eru skelfilegar, öll sjúkrahús yfirfull og blóðið rennur um götur.