Vetrartími í Evrópu

Klukkan var á miðnætti færð aftur um eina klukkustund víðast hvar í Evrópu þegar vetrartími tók gildi. Það þýðir, að klukkan er nú það sama á Íslandi og á Bretlandseyjum og einum klukkutíma á undan íslenska tímanum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Hið sama gildir annars staðar í Evrópu, það er tímamismunurinn styttist um eina klukkustund frá því í sumar.

Vetrartíminn gildir til síðasta sunnudags í mars en þá er klukkan aftur færð fram um eina stund. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert