Vetrartími í Evrópu

Klukk­an var á miðnætti færð aft­ur um eina klukku­stund víðast hvar í Evr­ópu þegar vetr­ar­tími tók gildi. Það þýðir, að klukk­an er nú það sama á Íslandi og á Bret­lands­eyj­um og ein­um klukku­tíma á und­an ís­lenska tím­an­um í Dan­mörku, Svíþjóð og Nor­egi. Hið sama gild­ir ann­ars staðar í Evr­ópu, það er tíma­mis­mun­ur­inn stytt­ist um eina klukku­stund frá því í sum­ar.

Vetr­ar­tím­inn gild­ir til síðasta sunnu­dags í mars en þá er klukk­an aft­ur færð fram um eina stund. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert