Flugmennirnir voru hugfangnir af tölvum

00:00
00:00

Starfs­menn banda­rískra flug­mála­yf­ir­valda segja, að í ljós hafi komið að flug­menn flugs 188 hjá Nort­hwest flug­fé­lag­inu hafi tekið upp far­tölv­ur sín­ar meðan á flug­inu stóð. Þá gleymdu þeir sér í sam­ræðum um vinn­una og fleiri hluti og tóku ekki eft­ir því að flug­vél­in fór fram­hjá Minn­ea­pol­is en þangað var ferðinni heitið.

Banda­ríska flu­gör­ygg­is­mála­nefnd­in seg­ir, að flug­menn­irn­ir tveir, sem eru báðir reynslu­mikl­ir, hafi gleymt sér í sam­ræðum og ekki tekið eft­ir boðum, sem bár­ust frá flug­um­ferðar­stjórn­um sem reyndu að ná sam­bandi við þá.

Hvor­ug­ur flug­mann­anna gerði sér grein fyr­ir því hvar flug­vél­in var fyrr en flug­freyja kallaði til þeirra fimm mín­út­um áður en flug­vél­in átti að lenda og spurði hvenær áætlaður lend­ing­ar­tími væri. Þá fyrst leit flug­stjór­inn á skjá á mæla­borðinu og sá að flug­vél­in var kom­in fram­hjá Minn­ea­pol­is.  

Flug­menn­irn­ir sögðu rann­sak­end­um í gær, að þeir hefðu farið á sal­ernið, rætt við flug­freyj­ur og tekið upp far­tölv­ur sín­ar í flug­stjórn­ar­klef­an­um og rætt sam­an um vakta­áætlan­ir. Allt þetta varð til þess, að ekk­ert sam­band náðist við flug­vél­ina í um klukku­stund.  

Ásak­an­ir komu fram um að flug­menn­irn­ir hefðu sofnað en eng­ar vís­bend­ing­ar eru um slíkt. Flug­vél­in var á sjálf­stýr­ingu og flaug um 160 km lengra en áætlað var áður en henni var snúið við.  

Flug­vél­in var á leið frá San Diego í Kalíforn­íu til Minn­ea­pol­is með 147 farþega. Flug­mönn­un­um var vikið frá störf­um á meðan rann­sókn stend­ur yfir á at­vik­inu. Að sögn flug­fé­lags­ins sam­rým­ist það ekki regl­um þess að flug­menn noti far­tölv­ur meðan á flugi stend­ur.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert