Gígur í Lettlandi var gabb

Sjónvarpstökumaður myndar gíginn í dag.
Sjónvarpstökumaður myndar gíginn í dag. Reuters

Vísindamenn segja, að gígur, sem talinn var hafa myndast eftir að loftsteinn féll til jarðar í Lettlandi í gær, hafi í raun verið gabb. Ljóst sé að gígurinn hafi verið grafinn.

Fréttir bárust af því að glóandi hlutur hefði fallið til jarðar í gær í Mazsalacahéraði nálægt landamærum Eistlands. 15 metra breiður og 5 metra djúpur gígur hafði myndast á svæðinu og töldu vísindamenn fyrst að hann væri eftir loftstein. En eftir að hafa rannsakað málið nánar skiptu þeir um skoðun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert