Um 800 milljarðar dala fara til spillis

Læknir sést hér gefa ungri stúlku bóluefni gegn svínaflensu í …
Læknir sést hér gefa ungri stúlku bóluefni gegn svínaflensu í Chicago. Reuters

Fram kemur í nýrri skýrslu að gríðarlegir fjármunir fari til spillis í bandaríska heilbrigðiskerfinu. Þar segir að fyrirhugaðar endurbætur Baracks Obama Bandaríkjaforseta á kerfinu geti lagað þá þætti sem séu mjög óhagkvæmir, komið í veg fyrir mistök og barist gegn fjársvikum. Þetta segir í skýrslu Thomson Reuters, sem var birt í dag.

Fram kemur að á bilinu 505 til 850 milljarðar dala, sem renni til heilbrigðismála, fari til spillis á hverju ári. Í skýrslunni segir hins vegar að mörg tækifæri séu til staðar til að stöðva þessa blæðingu.

Meðal þess sem kemur fram er að læknamistök kosti á bilinu 50 til 100 milljarða dala á ári hverju.

Þá segir að vandamál tengd sykursýki, sem hægt sé að koma í veg fyrir, kosti á bilinu 30 til 50 milljarða á ári.

Ríflega þriðjungur af sóuninni fer í ofnotkun á sýklalyfjum og vísindarannsóknir til að koma í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmenn verði sóttir til saka fyrir mistök í starfi. Þetta gerir um 200 til 300 milljarða dala árlega.

Um 22% eyðslunnar tengist fjársvikum í heilbrigðiskerfinu. Þetta gera um 200 milljarða dala. Margir reyna að svíkja út tryggingafé. Þá eru mútur, óþarfa þjónusta og annað svindl hluti af sóuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert