Vilja að ríkið komi til hjálpar

Meirihluti tíu Evrópuríkja vill að ríkisvaldið hjálpi fyrirtækjum í efnahagserfiðleikum.
Meirihluti tíu Evrópuríkja vill að ríkisvaldið hjálpi fyrirtækjum í efnahagserfiðleikum. Reuters

Mikill meirihluti íbúa tíu Evrópulanda er hlynntur því að stjórnvöld grípi inn í þegar vandi steðjar að fjármálageiranum. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Gallup í tíu Evrópulöndum, meðal annars á Íslandi.

Gallup varpaði fram svohljóðandi spurningu: Telur þú að ríkisstjórnin eigi að hjálpa fyrirtækjum og fjármálastofnunum við að sigrast á vanda sínum þegar land lendir í fjárhagserfiðleikum, eða telur þú að ríkisstjórnin eigi að láta fyrirtækin ein um að leysa vanda sinn?

Niðurstaða könnunarinnar var sú að 78% að meðaltali í tíu Evrópulöndum töldu að stjórnvöld ættu að hjálpa fyrirtækjum og öðrum fjármálastofnunum að sigrast á erfiðleikum þegar herti að í efnahagslífinu.

Fleiri en 7 af hverjum 10 í nær öllum löndunum sem könnun Gallup náði til studdu inngrip stjórnvalda. Stuðningurinn var þó nokkuð mismikill eftir löndum. Í Lúxembúrg voru 83% svarenda þessarar skoðunar, 81% á Möltu og jafn stórt hlutfall svarenda á Ítalíu,  80% í Slóveníu, 79% á Spáni, 77% á Kýpur, 74% í Frakklandi, 72% á Írlandi jafn stórt hlutfall á Íslandi.

Stóra Bretland skar sig nokkuð úr en þar töldu einungis 63% svarenda að hið opinbera ætti að hjálpa fyrirtækjum á tímum efnahagsörðugleika.

Frétt Gallup um könnunina

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert