Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að Ísraelar komi í veg fyrir að Palestínumenn hafi aðgang að hreinu vatni. Fram kemur í skýrslu samtakanna að Palestínumönnum á Vesturbakkanum sé mismunað og aðgengi þeirra að vatni sé mjög takmarkað. Á Gaza sé neyðarástand sé að skapast, t.d. hvað varðar frárennsli og skolp.
Ísraelar segja hins vegar að skýrslan sé gölluð og að Palestínumenn fái meira vatn heldur en var samþykkt í friðarsamkomulaginu frá tíunda áratug síðustu aldar.
Í skýrslunni, sem er 112 blaðsíður, segir Amnesty að meðalvatnsneysla Palestínumanna séu 70 lítrar á dag, samanborið við 300 lítra hjá Ísraelum.
Þá segir að sumir Palestínumenn fái oft minna en 20 lítra á dag, sem er lágmark sem mælt er með við neyðaraðstæður.
Amnesty segir að Ísraelar banni íbúum á Vesturbakkanum að grafa brunna. Þeir hafi jafnvel eyðilagt vatnstanka.
Á sama tíma njóti ísraelskir landtökumenn lífsins í sundlaugum og leiki sér í grænum görðum.