Umdeildur danskur þáttur um minkaeldi sýndur í kvöld

Hér sést hvíti minkurinn Stirnir. Hann býr við ólíkt betri …
Hér sést hvíti minkurinn Stirnir. Hann býr við ólíkt betri aðstæður en margir kynbræðra hans. Mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Í kvöld verður sýndur á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 umdeildur sjónvarpsþáttur, Operationa X, eftir að dómur féll fyrir rétti að stöðinni væri það heimilt. Samtök minkaræktenda höfðaði málið en í þættinum var farið með falda myndavél inn á minkabú og sýndar hroðalegar aðstæður dýranna.

Þátturinn hefur vakið umtal og er talið líklegt að hann munu valda breytingum á lögum og reglugerðum sem lúta að minkabúum. Í þættinum verða sýndir minkar í minkabúrum og þjást þeir augsjáanlega af sýkingum, hafa opin sár og eru beinbrotnir. Myndirnar eru teknar með falinni myndavél sem dýraverndunarhópurinn Anima náði.

Spurningin er hins vegar: Er það sem fram kemur í myndinni rétt? Samtök minkaræktenda í Danmörku seggja að svo sé ekki.

Vegna þessa auglýstu þau á heilsíðum dönsku blaðanna síðustu helgi. Samtökin segja að Operation X og framleiðandi þáttarins, Morten Spiegelhauer, fjalli með óréttlátum hætti um allt málið. Þá hafa þau einnig opnað heimasíðu, www.den2side.org, vegna málsins.

Anima hafi ekki aðeins laumast inn á búin heldur hafi farið vísvitandi inn á nokkur bú sem hafa slæmt mjög í pokahorninu.

Samtökin höfðuðu því mál og reyndu að fá lögbann á útsendinguna. Réttarhöldin tóku tíu tíma en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að útsendingin væri heimil. Þrátt fyrir að aðgerðarsinnarnir hefðu laumað sér inn á búin var komist að þeirri niðurstöðu að það brot væri ekki nægjanlegt til þess að banna útsendingu þáttarins. Hann verður því sýndur í kvöld eins og ráðgert hafði verið.

Samtökin segja að minkarnir hafi það mjög gott, fá húsdýr hafi það satt að segja betra. Því til stuðnings er vísað til rannsóknar Matvælaeftirlitsins sem hefur eftirlit með 258.130 dýrum á tuttugu minkabúum. Gerði eftirlitið aðeins athugasemdir við ástand fimmtán dýra í síðustu rannsókn. Eftir að umtal vegna þáttarins byrjaði fór eftirlitið sömuleiðis í 150 sérstakar heimsóknir og leiddi engin þeirra til athugasemda eða kæra.

Á heimasíðu samtakanna er vitnað í fleiri sérfræðinga, samtökunum til stuðnings. Það lítur þó út fyrir að málið komi til með að hafa einhverjar breytingar fyrir minkaræktendur í för með sér.

Þingkonan Henriette Kjær frá Íhaldsflokknum krefst þess að Matvælaeftirlitið láti ekki  eigendur minkabúa ekki lengur vita fyrir fram hvenær er von á eftirlitsaðilum í heimsókn. Það er hins vegar skylda núna að gera slíkt. Og sósíaldemókratinn  Nú hefur ráðherra matvælaeftirlits lýst því yfir að á næsta ári muni öll minkabú fá óvænta heimsókn. Dan Jörgensen sem situr á Evrópuþinginu vill ganga lengra og vill láta banna minkaeldi gersamlega á danskri jörð, líkt og er þegar tilfellið í Stóra Bretlandi og Austurríki.

„Minkar eru villt dýr og uppeldi í litlum búrum er ekki heppilegt fyrir þá," segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka