Vill stofna norrænt ríki

Verður Margrét Þórhildur þjóðhöfðingi Íslands?
Verður Margrét Þórhildur þjóðhöfðingi Íslands? Reuters

Sænsk­ur sagn­fræðing­ur legg­ur til að öll Norður­lönd­in verði sam­einuð í einu ríki, að Mar­grét Dana­drottn­ing verði þjóðhöfðingi nýja rík­is­ins og Kaup­manna­höfn verði höfuðborg. Vís­ar sagn­fræðing­ur­inn til þess, að síðast hafi Norður­lönd­in veri eitt ríki í Kalm­arsam­band­inu í lok 14. ald­ar und­ir stjórn Mar­grét­ar 1.

Gunn­ar Wetter­berg skrif­ar grein í sænska blaðið Dagens Nyheter í dag þar sem hann set­ur fram þessa til­lögu. Seg­ir hann að Norður­lönd­in fimm, Ísland, Dan­mörk, Nor­eg­ur, Finn­land og Svíþjóð, yrðu stór­veldi ef þau legðu sam­an krafta sína. Að auki myndi nor­ræn ríkjasam­ein­ing hafa góð áhrif á efna­hag og menn­ingu þjóðanna.  

„Staða nor­rænn­ar menn­ing­ar yrði mun sterk­ari inn­an rík­is með 25 millj­ón­ir íbúa. Markaður­inn fyr­ir nor­ræn­ar bók­mennt­ir, leik­list og tónlist yrði mun stærri en hann er nú," seg­ir Wetter­berg.  

Hann seg­ir að tungu­mála­erfiðleik­ar yrðu leyst­ir með því að gera eitt nor­rænt tungu­mál, utan móður­máls­ins, hluta af skyldu­námi.

Wetter­berg seg­ir að þetta séu alls ekki óraun­hæf­ar hug­mynd­ir vegna þess að held­ur hafi dregið úr sænska hrok­an­um á síðustu ára­tug­um.

Grein Gunn­ars Wetter­bergs

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert