Vísindakirkjan í Frakklandi dæmd fyrir fjársvik

Dómstóll í Frakklandi hefur sakfellt Vísindakirkjuna þar í landi og leiðtoga hennar seka fyrir fjársvik. Dómstóllinn hefur hins vegar ekki bannað starfsemi kirkjunnar í landinu.

Svokallaðri Miðstöð fræga fólksins og bókaverslun, sem eru tvær greinar af starfsemi kirkjunnar í Frakklandi, var gert að greiða 600 þúsund evrur í sekt, sem samsvarar um 110 milljónum kr., fyrir að hafa fé af fylgjendum sem lágu vel við höggi.

Þá var Alain Rosenberg, leiðtoga Vísindakirkjunnar í Frakklandi, dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Auk þess er honum gert að greiða 30.000 evrur, um 5,5 milljónir kr., í sekt.

Hér má sjá höfuðstöðvar Vísindakirkjunnar í Þýskalandi.
Hér má sjá höfuðstöðvar Vísindakirkjunnar í Þýskalandi. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka