Líbanskir hermenn hafa aftengt fjórar eldflaugar sem átti að skjóta til Ísraels. Í gær var eldflaugum skotið á Ísraela sem svöruðu með stórskotahríð.
Talsmaður líbanska hersins segir að kveikistillar hafi verið á eldflaugunum og þeim komið fyrir í hálfbyggðu húsi í þorpinu Hula, en þaðan var flaugunum skotið yfir til Ísraels í gær.
Engin lét lífið í árásunum í gær en mikill viðbúnaður var við landamæri ríkjanna. Þetta var í fjórða sinn sem eldflaugum var skotið yfir landamærin til Ísraels á þessu ári.