Franska stjórnin hefur orðið við kalli bænda og ákveðið að styrkja þá um sem nemur 1,65 milljarði evra. Frá þessu skýrði Nicolas Sarkozy forseti á ferð um landbúnaðahéruð í austurhluta Frakklands í gær.
Samkvæmt áætluninni verður milljón evra í formi lánafyrirgreiðslu og 650 milljónir í beinum styrkjum.
Sarkozy hvatti jafnframt Evrópubandalagslöndin (ESB) til þess að herða á reglum og eftirliti með mjólkuriðnaðinum. Hann sagði ríkisstjórn sína myndu stórherða eftirlit með kostnaðardreifingu í matvælaframleiðslu. Það væri „óásættanlegt“ að að afurðaverð til bænda hafi lækkað um 20% á sama tíma og verðlækkun til neytenda hefur aðeins numið 1%.
Ráðstafanirnar eru ekki sagðar eiga sér fordæmi en séu nauðsynlegar vegna gríðarlegs vanda sem landbúnaður glími við vegna lækkandi afurðaverðs, vaxandi framleiðslukostnaðar og það sem Sarkozy segir ójafna afkomu í matvælaframleiðslu.
Sarkozy segir vanda landbúnaðarins ekki bara tengjast spurningunni um framleiðslu og eftirspuyrn, heldur sé um skipulagslegan vanda í matvælaframleiðslu að ræða.
Sarkozy sagði bændur vera hluta af þjóðarímynd Frakklands og landbúnaður ætti ekki síður mikla möguleika í framtíðinni og nanótækni og flugvélaiðnaður.Dominique Barrau, framkvæmdastjóri helstu bændasamtaka Frakklands (FNSEA), segir að með ákvörðun ríkisstjórnar Sarkozy hafi mótmælaaðgerðir um land allt frá í byrjun september skilað árangri að hluta til.
„Hinar bestu áætlanir, jafnvel þótt stórar séu í sniðum, koma aldrei í stað verðstefnu,“ sagði Barrau, en megin krafa bænda hefur verið að fá verð fyrir afurðir sínar er beri uppi framleiðslukostnað.