Vann of mikið og lést

McDonald's er með veitingastaði um allan heim.
McDonald's er með veitingastaði um allan heim. Reuters

Verslunarstjóri McDonald's-veitingastaðar í Yokohama í Japan lést af völdum heilablæðingar eftir að hafa ofkeyrt sig í vinnunni. Þetta er niðurstaða vinnumálastofnunar í borginni. Um er að ræða 41 árs gamla konu sem skilaði yfir 80 yfirvinnutímum á mánuði, en hún lést í október árið 2007.

Hún var flutt á sjúkrahús þegar það leið yfir hana á vinnunámskeiði, en hún lést þremur dögum síðar.

Vinnumálastofnun segir að vinnuálagið hafi leitt til veikinda konunnar. Hún hafi verið byrjuð að fá höfuðverki um þremur vikum áður en hún var flutt á sjúkrahús

McDonald's í Japan hefur ekki viljað tjá sig um niðurstöðurnar.

Í hálft ár, áður en konan veiktist,  skilaði hún af sér um 80 klukkustundir í mánuði í yfirvinnu. Í september 2007 voru yfirvinnustundir konunnar yfir 100. Það er hins vegar tekið fram að hún hafi farið í frí skömmu áður en hún lést. Þá hafi hins vegar verið byrjuð að veikjast.

Velferðar- og atvinnumálaráðuneytið í Japan rannsakar nú málið.

Skv. opinberum tölum í Japan látast um 150 manns árlega af völdum of mikillar vinnu. Fólk fær þá annaðhvort heilablóðfall eða hjartaáfall.

Í fyrra varð McDonald's-skyndibitakeðjan fyrir áfalli þegar dómstóll í Tókýó komst að þeirri niðurstöðu að starfsmaður fyrirtækisins ætti rétt á um 9 milljónum kr. í vangoldinnar vinnu. Hann hafði ekki fengið greidda yfirvinnu í nokkur ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka