ESB fellst á skilyrði Klaus

Vaclav Klaus, forseti Tékklands, tekur þátt í mótmælum í Prag …
Vaclav Klaus, forseti Tékklands, tekur þátt í mótmælum í Prag gegn Lissabon-sáttmálanum. Reuters

Leiðtog­ar Evr­ópu­sam­bands­ins ákváðu í kvöld að fall­ast á skil­yrði sem Vaclav Klaus, for­seti Tékk­lands, setti fyr­ir því að und­ir­rita Lissa­bon-sátt­mál­ann.

Talsmaður tékk­nesku stjórn­ar­inn­ar sagði að leiðtog­arn­ir hefðu samþykkt mála­miðlun­ar­til­lögu Svía, sem fara fyr­ir Evr­ópu­sam­band­inu þetta miss­erið. Klaus hafði kraf­ist und­anþágu frá Lissa­bon-sátt­mál­an­um til að tryggja að Súdeta-Þjóðverj­ar gætu ekki farið fram á skaðabæt­ur fyr­ir að hafa verið hrakt­ir frá Tékkó­slóvakíu eft­ir síðari heims­styrj­öld­ina.

Tékk­land er nú eina aðild­ar­land Evr­ópu­sam­bands­ins sem hef­ur ekki enn full­gilt Lissa­bon-sátt­mál­ann. Öll ESB-lönd­in þurfa að staðfesta hann til að hann geti gengið í gildi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka