ESB fellst á skilyrði Klaus

Vaclav Klaus, forseti Tékklands, tekur þátt í mótmælum í Prag …
Vaclav Klaus, forseti Tékklands, tekur þátt í mótmælum í Prag gegn Lissabon-sáttmálanum. Reuters

Leiðtogar Evrópusambandsins ákváðu í kvöld að fallast á skilyrði sem Vaclav Klaus, forseti Tékklands, setti fyrir því að undirrita Lissabon-sáttmálann.

Talsmaður tékknesku stjórnarinnar sagði að leiðtogarnir hefðu samþykkt málamiðlunartillögu Svía, sem fara fyrir Evrópusambandinu þetta misserið. Klaus hafði krafist undanþágu frá Lissabon-sáttmálanum til að tryggja að Súdeta-Þjóðverjar gætu ekki farið fram á skaðabætur fyrir að hafa verið hraktir frá Tékkóslóvakíu eftir síðari heimsstyrjöldina.

Tékkland er nú eina aðildarland Evrópusambandsins sem hefur ekki enn fullgilt Lissabon-sáttmálann. Öll ESB-löndin þurfa að staðfesta hann til að hann geti gengið í gildi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert