Obama tók á móti föllnum hermönnum

Barack Obama leyfði fjölmiðlum að fylgjast með í nótt.
Barack Obama leyfði fjölmiðlum að fylgjast með í nótt. Reuters

Barack Obama Banda­ríkja­for­seti fylgd­ist með í nótt þegar lík her­manna, sem lét­ust í Af­gan­ist­an, voru flutt heim til Banda­ríkj­anna. Obama hef­ur enn ekki ákveðið sig hvort hann eigi að fjölga í herliði Banda­ríkj­anna í Af­gan­ist­an.

Fjöl­miðlar fengu að fylgj­ast með, sem er þvert á það sem for­ver­ar Obama í embætti hafa leyft. Obama yf­ir­gaf Hvíta húsið rétt fyr­ir miðnætti að staðar­tíma tli að fylgj­ast með komu her­mann­anna, sem lét­ust í þess­ari viku í Af­gan­ist­an. 

Þetta er í fyrsta sinn sem Obama heim­sæk­ir her­stöðina í Do­ver, en þangað eru nán­ast öll lík fall­inna her­manna flutt. Heim­sókn for­set­ans þykir mjög tákn­ræn í ljósi þess að hann íhugi hún mál­in varðandi hernaðinn í Af­gan­ist­an.

Að þessu sinni voru lík 15 her­manna og þriggja starfs­manna fíkni­efna­lög­regl­unn­ar, sem all­ir lét­ust sl. mánu­dag, flutt heim. Ekki hafa fleiri fallið í herliði Banda­ríkj­anna í land­inu í ein­um mánuði, þ.e. nú í októ­ber,  frá því átök­in hóf­ust fyr­ir átta árum. 

Obama ræddi við fjöl­skyld­ur hinna látnu í kap­ellu sem er á her­stöðvar­svæðinu.

Barack Obama heilsar Manson Morris, yfirmanni herstöðvarinnar í Dover, er …
Barack Obama heils­ar Man­son Morr­is, yf­ir­manni her­stöðvar­inn­ar í Do­ver, er hann lenti í Delaware. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert