Fjölskyldu dæmdir tveir milljarðar króna í bætur

Konan lést úr vatnseitrun.
Konan lést úr vatnseitrun.

Dóm­stóll í Kali­forn­íu í Banda­ríkj­un­um komst í dag að þeirri niður­stöðu að fjöl­skylda konu sem lét lífið í vatns­drykkju­keppni ætti rétt á 16,5 millj­ón doll­ur­um í bæt­ur, eða jafn­v­irði tveggja millj­arða króna. Niðurstaðan var ljós eft­ir tveggja vikna íhug­un tólf manna kviðdóms.

Kon­an sem var 28 ára þriggja barna móðir tók þátt í keppni á veg­um út­varps­stöðvar í Sacra­mento. Verðlaun­in voru Nin­t­endo Wii leikja­tölva. Regl­urn­ar voru þannig, að þátt­tak­end­um voru látn­ar í té 225 ml vatns­flösk­ur á fimmtán mín­útna fresti. Sá þátt­tak­andi sem mest vatn drakk án þess að skila af sér vatni stóð uppi sem sig­ur­veg­ari.

Kon­an fór aft­ur til vinnu eft­ir keppn­ina en kvartaði fljót­lega yfir haus­verk og fór því fyrr heim. Hún fannst síðar lát­in á heim­ili sínu.

Krufn­ing leiddi í ljós að kon­an dó úr vatns­eitrun. Hún get­ur orðið þegar of mikið vatn er drukkið á of stutt­um tíma.

Fjöl­skylda kon­unn­ar fór í mál við út­varps­stöðina og kröfðu eig­end­ur henn­ar um 34 millj­ón­ir doll­ara. Dóm­ur­inn lækkaði upp­hæðina tölu­vert og féllst á að rétt­mæt­ar bæt­ur væru 16,57 millj­ón­ir doll­ara.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert