Krefjast 900 milljóna

Skúta bresku hjónanna.
Skúta bresku hjónanna.

Sómalskir sjóræningjar, sem eru með öldruð bresk hjón í haldi, krefjast 7 milljóna dala, nærri 900 milljóna króna, í lausnargjald. Talsmaður breska utanríkisráðuneytisins staðfesti það í kvöld. 

Breska ríkisútvarpið BBC spilaði segulband sem því barst en þar lýsir talsmaður ræningjanna kröfum þeirra. Hann segir að ef hjónin vinni þeim ekki mein muni þeir ekki vinna hjónunum mein. „Við förum aðeins fram á litlar 7 milljónir dala."

Paul og Rachel Chandler voru á siglingu undan strönd Sómalíu á snekkju sinni Lynn Rival þegar ræningjarnir náðu þeim á sitt vald fyrir viku. Talið er að þau séu nú um borð í flutningaskipi, skráðu í Singapúr, sem rænt var fyrr í október. 

Stephen Collett, mágur Pauls Chandlers, sagði í vikunni að hjónin væru ekki rík og eina eign þeirra væri snekkjan. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert