Vonir Tonys Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, um að verða fyrsti forseti ráðherraráðs Evrópusambandsins hafa dvínað mikið eftir að stuðningsmenn Blairs gátu ekki tryggt honum stuðning meðal Evrópuleiðtoga.
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að Blair væri tilvalinn frambjóðandi. Nú er ráðuneytið ekki eins bjartsýnt á framhaldið.
Breska ríkisútvarpið segir að forsætisráðuneytið hafi gefið til kynna að það séu góðar líkur á því að Blair muni bíða ósigur. Fréttaskýrendur segja að Blair hafi ekki fengið stuðning meðal leiðtoga sósíalista í Evrópu.