Vonir Blairs dvína

Tony Blair.
Tony Blair. Reuters

Von­ir Tonys Bla­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, um að verða fyrsti for­seti ráðherr­aráðs Evr­ópu­sam­bands­ins hafa dvínað mikið eft­ir að stuðnings­menn Blairs gátu ekki tryggt hon­um stuðning meðal Evr­ópu­leiðtoga.

Gor­don Brown, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hef­ur sagt að Bla­ir væri til­val­inn fram­bjóðandi. Nú er ráðuneytið ekki eins bjart­sýnt á fram­haldið.

Breska rík­is­út­varpið seg­ir að for­sæt­is­ráðuneytið hafi gefið til kynna að það séu góðar lík­ur á því að Bla­ir muni bíða ósig­ur. Frétta­skýrend­ur segja að Bla­ir hafi ekki fengið stuðning meðal leiðtoga sósí­al­ista í Evr­ópu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert