Lögregluyfirvöld á Ítalíu hafa handtekið mafíuforingjann Salvatore Russo, en hann hefur verið yfirlýstur í nærri fimmtán ár. Russo er talinn einn hættulegasti mafíuforinginn. Hann fannst á kjúklingabúi nálægt borginni Napólí. Inngangur að herbergi Russo var vel falinn.
Talið er að handtaka Russo sé mikið áfall fyrir Camorra, skipulögð glæpasamtök sem starfa í og við Napólí. Russo hefur verið sakfelldur fyrir morð og tengsl við mafíuna. Hann hlaut lífstíðarfangelsi áður en hann flúði undan réttvísinni.