Mafíuforingi handtekinn í Napólí

00:00
00:00

Lög­reglu­yf­ir­völd á Ítal­íu hafa hand­tekið mafíu­for­ingj­ann Sal­vatore Rus­so, en hann hef­ur verið yf­ir­lýst­ur í nærri fimmtán ár. Rus­so er tal­inn einn hættu­leg­asti mafíu­for­ing­inn. Hann fannst á kjúk­linga­búi ná­lægt borg­inni Napólí. Inn­gang­ur að her­bergi Rus­so var vel fal­inn.

Talið er að hand­taka Rus­so sé mikið áfall fyr­ir Camorra, skipu­lögð glæpa­sam­tök sem starfa í og við Napólí. Rus­so hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir morð og tengsl við mafíuna. Hann hlaut lífstíðarfang­elsi áður en hann flúði und­an rétt­vís­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert