Clinton afhjúpar styttu af sér

Clinton fær sér kökubita eftir að hafa afhjúpað styttuna.
Clinton fær sér kökubita eftir að hafa afhjúpað styttuna. Reuters

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, afhjúpaði í dag styttu af sjálfum sér í Pristina, höfuðborg Kosovo. Þúsundir Kosovo-Albana voru viðstaddir þegar Clinton afhjúpaði styttuna við breiðstræti sem einnig er nefnt eftir forsetanum fyrrverandi.

Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar rauðu klæði var svipt af styttunni. „Ég bjóst aldrei við að nokkur myndi reisa styttu af mér," sagði Clinton við mannfjöldann.

Kosovo-Albanar líta á Clinton sem bjargvætt sinn eftir að hann beitti sér fyrir því að NATO hæfi loftárásir á Júgóslavíu árið 1999 og batt þannig enda á hernaðaraðgerðir Serba í Kosovo. Stjórnvöld í Júgóslavíu beittu her  gegn Kosovo-Albönum til að reyna að bæla niður sjálfstæðisbaráttu þeirra.

Clinton hefur ekki komið til Kosovo fyrr síðan þetta fyrrum hérað í Serbíu lýsti yfir sjálfstæði á síðasta ári.  

Styttan af Clinton er 3,5 metrar á hæð.
Styttan af Clinton er 3,5 metrar á hæð. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert