Fleiri mafíuforingjar handteknir á Ítalíu

Lögregluyfirvöld hafa handtekið fleiri mafíuforingja í umfangsmikilli aðgerð í Napólí. Í morgun var Pasquale Russo handtekinn en hann hefur verið á flótta í sextán ár. Pasquale er bróðir Salvatore sem handtekinn var í gær á sömu slóðum. Þriðji bróðirinn, Carmine, var einnig handtekinn í morgun.

Russo-bræðurnir stýrðu glæpasamtökunum Camorra sem ræður yfir undirheimum Napólí. Bræðurnir tóku við samtökunum upp úr 1990 og hafa ráðið ríkjum síðar.

Handtakan í morgun kemur nokkuð á óvart og hafa lögregluyfirvöld lýst yfir mikilli ánægju með framgang rannsóknarinnar og þann árangur sem hefur náðst við að uppræta Camorra-samtökin.

Pasquale hefur verði á flótta síðan 1993 en hann hefur verið dæmdur fyrir nokkrum sinnum fyrir manndráp og aðild að skipulagðri glæpastarfsemi.

Salvatore Russo er leiddur úr réttarsal af lögreglumönnum. Bræður hans …
Salvatore Russo er leiddur úr réttarsal af lögreglumönnum. Bræður hans voru handteknir í dag en saman stýrðu þeir Cammora-glæpasamtökunum í Napólí. STR
Salvatore Russo var handtekinn í gærdag. Tveir bræður hans í …
Salvatore Russo var handtekinn í gærdag. Tveir bræður hans í morgun. HO
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert