Skotið á norskt herskip

Sómalskir sjóræningjar
Sómalskir sjóræningjar HO

Skotið var á norska herskipið HNOMS Fridjof Nansen við strendur Sómalíu þar sem það var að kanna hvort fiskibátar þar væru í raun sjóræningjar, að sögn sjóliðsforingja hjá Evrópusambandinu.

Skotið var á Norðmennina þar sem þeir sigldu undan  norðausturströnd Sómalíu um hánótt. Sjóræningjarnir voru á svokölluðum “dhow”, litlum bát með fimm til sjö menn  innanborðs.

Talsmaður sendisveitar ESB í siglingamálum, John Harbour, segir mennina langt í frá saklausa fiskimenn, þeir hafi verið þungvopnaðir með Kalshnikov riffla og hafi greinilega haft illt í hyggju. Hann segir engan af áhöfn herskipsins hafa meiðst en geti ekki útlokað að einhverjir sjóræningjanna hafi meiðst þegar skotið var í sjálfsvörn.

Harbour segir Norðmennina sem sendir voru út frá herskipinu slegna yfir atvikinu, en áður höfðu þeir farið í borð um þrjá dhow rétt hjá sem voru þar við akkeri og samvinnuþýðir. Þegar þeir ætluðu um borð í fjórða bátinn var skotið á þá og þeir skutu til baka í sjálfsvörn um leið og þeir hörfuðu um nær kílómeter. Ekkert hafi bent til þess að einhver sjóræningjanna hafi meiðst en þá hafi heldur ekki verið að hægt að snúa til baka til að meta hvaða skaði var skeður.

Svæðið sem herskipið var á, er um 12 sjómílur austur af bænum Caluula í Sómalíu og er þekkt hjá siglingayfirvöldum sem sjóræningjasvæði. Verkefni norska herskipsins var að fylgja skipi sem var með matarbirgðir á vegum hjálparstofnunarinnar World Food Programme og mátti ekki staðnæmast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert