Skotið á norskt herskip

Sómalskir sjóræningjar
Sómalskir sjóræningjar HO

Skotið var á norska her­skipið HNOMS Fri­djof Nan­sen við strend­ur Sómal­íu þar sem það var að kanna hvort fiski­bát­ar þar væru í raun sjó­ræn­ingj­ar, að sögn sjó­liðsfor­ingja hjá Evr­ópu­sam­band­inu.

Skotið var á Norðmenn­ina þar sem þeir sigldu und­an  norðaust­ur­strönd Sómal­íu um hánótt. Sjó­ræn­ingjarn­ir voru á svo­kölluðum “dhow”, litl­um bát með fimm til sjö menn  inn­an­borðs.

Talsmaður sendisveit­ar ESB í sigl­inga­mál­um, John Har­bour, seg­ir menn­ina langt í frá sak­lausa fiski­menn, þeir hafi verið þung­vopnaðir með Kals­hni­kov riffla og hafi greini­lega haft illt í hyggju. Hann seg­ir eng­an af áhöfn her­skips­ins hafa meiðst en geti ekki út­lokað að ein­hverj­ir sjó­ræn­ingj­anna hafi meiðst þegar skotið var í sjálfs­vörn.

Har­bour seg­ir Norðmenn­ina sem send­ir voru út frá her­skip­inu slegna yfir at­vik­inu, en áður höfðu þeir farið í borð um þrjá dhow rétt hjá sem voru þar við akk­eri og sam­vinnuþýðir. Þegar þeir ætluðu um borð í fjórða bát­inn var skotið á þá og þeir skutu til baka í sjálfs­vörn um leið og þeir hörfuðu um nær kíló­meter. Ekk­ert hafi bent til þess að ein­hver sjó­ræn­ingj­anna hafi meiðst en þá hafi held­ur ekki verið að hægt að snúa til baka til að meta hvaða skaði var skeður.

Svæðið sem her­skipið var á, er um 12 sjó­míl­ur aust­ur af bæn­um Calu­ula í Sómal­íu og er þekkt hjá sigl­inga­yf­ir­völd­um sem sjó­ræn­ingja­svæði. Verk­efni norska her­skips­ins var að fylgja skipi sem var með mat­ar­birgðir á veg­um hjálp­ar­stofn­un­ar­inn­ar World Food Programme og mátti ekki staðnæm­ast.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert