Leitarleiðangur hafði erindi sem erfiði þegar hann fann brak breska tundurspillisins HMS Volage, en sagt er að þegar skipið sökk í Jónahafi, undan ströndum Albaníu árið 1946, hafi atvikið verið eitt margra sem leiddu síðan til kalda stríðsins.
Volage sökk nálægt albönsku höfninni Saranda, þegar það kom til bjargar HMS Saumarez, öðrum breskum tundurspilli, sem hafði orðið fyrir sprengju skömmu áður.Fjörtíu og fjórir hermenn týndu lífi og fjörtíu og tveir særðust en atvikið olli miklum stirðleika milli Breta og þáverandi bandamanni Sovétríkjanna, Albaníu.
Seinna varð atburðurinn þekktur sem Corfusundsatvikið en fleiri bresk herskip lentu í vandræðum við Albaníustrendur á þessum tíma.