Ellefu ára ítölsk stúlka lést í dag af völdum svonefndri svínaflensu, þ.e. inflúensu A(H1N1). Stúlkan lést á sjúkrahúsi í austurrísku borginni Innsbruck. Dauðsfallið er það fyrsta sem skráð hefur verið í Austurríki af völdum svínaflensu. Tveir sjúklingar liggja þungt haldnir á gjörgæsludeild.
Sjúklingarnir eru annars vegar þunguð ung kona í Vín og karlmaður á fimmtugsaldri í Salzburg. Bæði berjast við lungnasjúkdóma sem tóku sig upp í kjölfar svínaflensusmits.
Um fimm hundruð tilvik flensunnar eru skráð í Austurríki síðan í apríl. Í síðustu viku var nokkrum skólum lokað tímabundið í Tyrol-héraði eftir að nemendur kvörtuðu undan inflúensulíkum einkennum.