Bandarískt herskip, sem er smíðað úr stáli úr Tvíburaturnunum sem féllu fyrir átta árum, lagðist að höfn í New York í dag. Skipið, USS New York, sigldi upp Hudson fljót og fram hjá Ground Zero, þar sem turnarnir stóðu. Þar var skotið 21 fallbyssuskoti til að heiðra minningu sem létust.
Ættingjar þeirra sem létust í hryðjuverkaárásunum 11. september árið 2001 fylgdust með siglingunni, auk björgunarsveitarmanna og almennings.
Bandaríski sjóherinn mun víga skipið með formlegum hætti nk. laugardag. Skipið var smíðað í Louisiana þaðan sem það lagði af stað fyrir þremur vikum.
Í stafni skipsins eru 7,5 tonn af bræddu stáli úr Tvíburaturnunum. Á skipinu er mynd af turnunum og litir deildanna sem fóru fyrsta á vettvang eftir árásirnar.