Hvatti Karzai til uppræta spillingu

Hamid Karzai.
Hamid Karzai. Reuters

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, ræddi í dag við Hamid Karzai, forseta Afganistans, í síma en Karzai var í dag lýstur sigurvegari forsetakosninga sem haldnar vori í landinu nýlega. Sagðist Obama hafa sagt Karzai, að skrifa þyrfti nýjan kafla í samskiptum þjóðanna tveggja og að herða þyrfti aðgerðir til að uppræta spillingu í Afganistan.

Obama bætti við, að hann vildi einnig að ríkin tvö hefðu samvinnu um að bæta þjálfun afganskra öryggissveita.

Bandaríkjaforseti sagði, að Karzai hefði fullvissað sig um að hann skildi mikilvægi þessara tímamóta, „en sannleikans er ekki að leita í orðum heldur í verkum," sagði Obama. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert